Nú ætla ég að prófa að setja inn myndir á öðru formi en png, webp og jpg. Einnig ætla ég að prófa að setja inn tengla í hljóðskrár og myndbönd.
Ég prófa að setja inn mynd frá flickr, annars vegar bara myndina beint í ákveðinni stærð (slóð sem endar á .jpg) og hins vegar slóð á myndasíðuna (slóð sem endar á númeri myndar)
Það eru komnar margar nýjar útgáfur af WordPress síðan ég notaði þetta seinast. Þessi útgáfa er 6.8.2 og ég valdi þema Twenty Twenty Five sem er nýjasta ársþemað. Ég ákvað að reyna að læra svolítið meira um hvernig ég umbreytti þema og horfði á þetta myndband frá David Utke þar sem hann fer í hvernig setja má upp sérsniðnar síður fyrir vef og blogg.
Twenty Twenty Five Theme Tutorial
Ég skoðaði vefsíðuna fyrir þemað Twenty Twenty Five og sé að það er ekki þýtt á íslensku. Ég sé að þemað Twenty Seventeen er þýtt á íslensku en það er orðið mjög gamalt, ég man að ég notaði það oft á sínum tíma. Ég er viss um að margir hafa þýtt sjálfir þessa 400 eða svo strengi sem þarf að þýða en því miður ekki deilt því með umheiminum. Ég sé að það er til facebook hópur WordPress Ísland, kannski eru þar upplýsingar.
Ég ætla líka að skoða viðbætur fyrir WordPress t.d. Learndash sem er netskólaumhverfi og svo þekki ég vel Pressbooks sem er útgáfukerfi fyrir námsbækur. Það byggir á WordPress.